Listamannamiðað gallerí


Litla Gallerý varð til út frá þeirri hugsjón að vera virkur þátttakandi í íslenskri samtímalist. Markmið okkar er að vera vettvangur fyrir listafólk sem sækist eftir því að koma faglegri listsköpun sinni á framfæri við almenning. Þannig skilgreinum við okkur sem listamannamiðað gallerí með áherslu á myndlist og sækjumst við eftir því að skapa samtal milli íslenskra og erlenda listamanna við listunnendur og auka þar með við fjölbreytileika í íslensku lista– og menningarlífi.

Rekstrarform


Litla Gallerý er listamannarekið gallerí í þeim skilningi að það eru listamennirnir sem gera okkur kleift að reka rýmið með því að greiða vægt gjald fyrir sýningartímabilið sem fer í að standa straum af rekstrarkostnaði sýningarrýmisins. Listamenn ákveða sjálfir hvort um sölusýningar er að ræða eða ekki og tekur Litla Gallerý enga þóknun af seldum verkum.

Staðsetning rýmis


Við höfum trú á hafnfirskri listmenningu og lítum á staðsetningu rýmisins sem athyglisverðan og framsækinn kost fyrir sýningarhald. Við teljum Hafnarfjörð geta skapað sér sérstöðu á vettvangi íslenskrar samtímalistar og okkar sýn er að Hafnarfjörður verði eftirsóttur áfangastaður listamanna og listunnenda á komandi árum. Með listrænu framtaki leggjum við lóð okkar á vogarskálarnar til að gera þessa sýn að veruleika og í leið taka þátt í að skapa menningarleg verðmæti.


Tilurð


Litla Gallerý var formlega opnað þann 12.09.2019 með heiðursýningu á verkum Ketils Larsen listamanns sem lést árið 2018. Galleríið er staðsett að Strandgötu 19 Hafnarfirði og stofnað af Elvari Gunnarssyni og Sigríði Margréti Jónsdóttur. Rýmið var áður í niðurnýðslu og tekið í gegn með það að markmiði að halda í sögu og upprunaleika þess og leyfa mikilli lofthæð þess að njóta sín. 


Strýtulaga gangur með háum sýningarveggjum beggja vegna kallar fram fjarvíddaráhrif þegar gengið er inn þar sem áhorfandi upplifir sýningarverkin í meiri nálægð en gengur og gerist. Fyrstu sýningarnar voru haldnar á þessum eina gangi en mitt ár 2020 var rými innaf ganginum bætt við og stækkaði heildarrýmið því umtalsvert

 

Hafa samband

 

Netfang: litlagallery@litlagallery.is