Rýmið
Litla Gallerý er vettvangur fyrir listafólk sem sækist eftir því að koma faglegri listsköpun sinni á framfæri við almenning og þannig vera virkur þátttakandi í íslenskri samtímalist. Við leggjum áherslu á myndlist og sækjumst eftir því að skapa samtal milli íslenskra og erlenda listamanna við listunnendur og auka þar með við fjölbreytileika í íslensku lista– og menningarlífi. Stefna okkar er að halda úti reglulegum list- og menningarviðburðum á faglegum forsendum og er rýmið rekið án hagnaðarsjónarmiða.
Hugsjón
Litla Gallerý er listamannamiðað rými og vettvangur sem gefur listafólki tækifæri á að sýna verk sín og opna á samtal í spennandi og framsæknu rými þar sem listamaður fær eftirfarandi stuðning gegn sýningargjaldi sem er 45.000 kr. sem fer í að mæta rekstrarkostnaði á rýminu.
- Sýningarstjórn og ráðleggingar við upphengingu
- Hönnun á grafísku útliti og kynningarefni
- FB viðburður, viðburður á Hafnarfjaðarbæ og SÍM ef við á
- kynningu á vef og samfélagsmiðlum þar sem sýningu er gerð skil
- Uppsetning og útprentun á sýningarskrá og verðlista
- Boðkort sent á gestalista LG
- Ef um er að ræða sölusýningu fer sala í gegnum listamann og engin söluþóknun tekin
Staðsetning rýmis
Rýmið er spennandi og framsækin kostur fyrir sýningarhald. Við teljum Hafnarfjörð geta skapað sér sérstöðu á vettvangi íslenskrar samtímalistar og okkar sýn er að Hafnarfjörður verði eftirsóttur áfangastaður listamanna og listunnenda á komandi árum. Með listrænu framtaki leggjum við lóð okkar á vogarskálarnar til að gera þessa sýn að veruleika og í leið taka þátt í að skapa menningarleg verðmæti.
Hafa samband
Gallerí stjórnandi: Elvar Gunnarsson
Netfang: litlagallery@litlagallery.is