Fyrirkomulag.
LG er listamannamiðað rými sem gefur listafólki tækifæri á að sýna verk sín og opna á samtal í spennandi og framsæknu rými þar sem listamaður fær eftirfarandi stuðning gegn sýningargjaldi sem er 45.000 kr.
- Sýningarstjórn og ráðleggingar á uppsetningu
- Hönnun á sjónrænu auðkenni og kynningarefni
- FB viðburði, viðburði á vef Hafnarfjaðarbæjar og á vef SÍM ef við á
- Viðburði á vef Reykjavík Grapevine ásamt tilkynningu í fréttablað
- Kynningu á instagramsíðu LG á meðan sýningu stendur
- Sýningarkynningu á vef LG og umfjöllun á FB síðu LG.
- Uppsetningu og útprentun á sýningarskrá
- Boðkorti sent á gestalista LG
- Ef um er að ræða sölusýningu fer sala í gegnum listamann og engin söluþóknun tekin
Venjulegt sýningartímabil er fimmtudagur-sunnudags með sýningaropnun á fimmtudagskvöldi. Hægt er að að lengja sýningartímabilið með því að taka tvö eða fleiri sýningartímarbil í röð og skal það þá tekið fram í umsókn. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag sýningar má nálgast hér.